Heilsuhegðun ungra Íslendinga

Viðamikil langtímarannsókn á stöðu heilbrigðisþátta ungra Íslendinga og tengsl þeirra við svefn, hreyfingu og skólaumhverfi. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við Háskóla Íslands.

HVERJIR?

Fjöldi vísindamenn koma að verkefninu. Auk þeirra vinna fjölmargir doktors- og meistaranemar með gögn úr rannsókninni.

HVAR?

Þátttökuskólar voru sex grunnskólar í Reykjavík og allmargir framhaldsskólar úr nokkrum sveitarfélögum.

HVERNIG?

Þátttakendur eru íslensk ungmenni fædd árið 1999. Rannsökuð eru áhrif íhlutunaraðgerða á holdarfar, hreyfingu, mataræði og aðra lífsstílsþætti.

VELKOMIN

Hlaðvarp um heilsu og lifnaðarhætti ungs fólks

Heilsuhegðun ungra Íslendinga er vísindahlaðvarp um heilsu og lifnaðarhætti ungs fólks á Íslandi. Hlaðvarpið byggir á samnefndri langtímarannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands.

Þekking í þágu þjóðar!

Heilsuhegðun ungra Íslendinga er umfangsmikil rannsókn þar sem skoðuð er staða og þróun á heilbrigðisþáttum ungmenna og tengsl þeirra við atgervi, andlega líðan, svefn og skólaumhverfi. Um fimm hundruð einstaklingar hafa tekið þátt í rannsókninn en þátttakendur eru reykvísk ungmenni fædd árið 1999.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið mikla athygli í íslensku samfélagi enda gefa þær góða vísbendingu um stöðu og þróun fjölmargra heilsufarsþátta hjá þátttakendum.

Þekkingarsköpun og meiri vitneskja sem tengjast breytingum á heilsufari og velferð ungs fólks er nauðsynleg í öllum samfélögum. Ávinningur rannsóknarinnar er ótvíræður fyrir þróun og uppbyggingu velferðarsamfélagsins.

HREYFING

Helmingur íslenskra ungmenna hreyfir sig of lítið samkvæmt viðmiðum Embætti landlæknis.

SVEFN

Íslensk ungmenni fara of seint að sofa og sofa stutt. Ungmenni sofa minna á virkum dögum en um helgar.

ANDLEG LÍÐAN

Minni skjátími og meiri ákefð í hreyfingu sýna tengsl við betri andlega líðan ungmenna.

Rannsóknarteymi

Fjölmargir vísindamenn við Háskóla Íslands koma að verkefninu. Auk þeirra hafa Kong Chen prófessor og Robert Brychta, fræðimaður við Heilbrigðismálastofnun Bandaríkjanna unnið að rannsókninni. Þá hafa framhaldsnemar, bæði í doktors- og meistaranámi notað gögn út rannsókninni í verkefnum sínum.

Fréttir

Allir stærstu fjölmiðlar landsins hafa fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar á síðustu árum.

Doktorsverkefni

Doktorsvörn — Rúna Sif Stefánsdóttir

9. mars 2022

Doktorsvörn — Soffía Hrafnkelsdóttir

19. ágúst 2020

Doktorsvörn — Vaka Rögnvaldsdóttir

26. maí 2020  

Umsagnir þátttakenda

Auk vísindamanna hefur fjöldi fólks komið að rannsókninni. Má þar nefna nemendur, skólastjórnendur og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi.

Meistararitgerðin mín var unnin upp úr gögnum rannsóknarinnar og fjallaði um samband þreks og svefns hjá íslenskum ungmennum. Mér fannst hjálpa mikið þegar ég vann lokaverkefnið að hafa tekið þátt í gangasöfnuninni. Það gerði einnig ritgerðarskrifin skemmtilegri.

Vala Margrét Jóhannsdóttir

Íþrótta- og heilsufræðingur  og kennari

 Aukin þekking á þeim breytingum sem verða á andlegri líðan og heilsufari barna og ungmenna er mjög dýrmæt, til þess að geta með rannsóknarstuddum gögnum, beint aðgerðum á rétta staði í kerfinu. Það kallast á við aðgerðir borgarinnar í forvarnarmálum en sífellt fleiri lönd eru að taka upp reykvíska forvarnarmódelið.

Dagur B. Eggertsson

Borgarstjóri Reykjavíkurborgar

Rannsóknin sýnir ótvírætt að hægt er að hafa jákvæða áhrif á heilsuhegðun ungs fólks með markvissri íhlutun. Til dæmis í formi aukinnar hreyfingar og fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl. Langtímarannsóknir á velferð og heilsu ungmenna er mikilvægar fyrir íslensk skólakerfi.

Hreiðar Sigtryggsson

Skólastjóri Langholtsskóla

Rannsóknin er unnin í samstarfi við Reykjavíkurborg, Hjartavernd, Embætti landlæknis og Heilbrigðismálastofnun Bandaríkjanna

Styrktaraðilar

Opinberir samkeppnissjóðir

Fyrirtæki og atvinnulíf

Brim
World Class