Samstarfsaðilar

Rannsókn við Háskóla Íslands

Meðrannsakendur

Frá upphafi höfum við haft afar öfluga samstarfsaðila í Heilsuhegðun ungra Íslendinga. Vísindamennirnir Kong Chen prófessor og Robert Brychta, fræðimaður við Heilbrigðismálastofnun Bandaríkjanna (e. National Institute of Health) hafa unnið að rannsókninni um árabil.

Hjartavernd – landssamtök hjarta- og æðaverndarfélaga á Íslandi, National Institute of Diabetes and Digestive and Kidney Diseases (NIDDK) og norski háskólinn Western Norway University of Applied Sciences hafa enn fremur verið samstarfsaðilar okkar í verkefninu.

Þátttakendur

Rannsóknateymið vill þakka þátttakendum og foreldrum þeirra fyrir þátttöku í verkefninu. Kennurum og skólastjórnendum eru sömuleiðis færðar þakkir fyrir góða samvinnu.

Við þökkum samstarfið!