Niðurstöður

Heilsuhegðun ungra Íslendinga

Markmið rannsóknarinnar var að skoða stöðu og langtímabreytingar á holdarfari, hreyfingu, svefni, þreki, andlegum þáttum og lifnaðarháttum íslenskra ungmenna við 7 og 9 ára aldur og síðan aftur við 15 og 17 ára aldur. Metið var samband þessara þátta við fjölmarga heilsufarsþætti og námsárangur. Sérstök áhersla var lögð á að rannsaka m.a. svefnvenjur og hreyfivirkni þessar ungmenna og skoða mögulegar breytingar á þeim þáttum. Framkvæmdar voru fjölmargar mælingar þegar þátttakendur voru á sextánda aldursári og svo aftur að tveimur árum liðnum.

Hverju höfum við komist að?

Helstu niðurstöður mælinga við 15 ára aldur sem framkvæmdar voru vorið 2015.

> Um helmingur ungmenna náðu viðmiðum um hreyfingu yfir vikuna.

> Stúlkur hreyfðu sig meira á frídögum en drengir (með hröðunarmælum).

> Um 43% þátttakenda voru í skipulögðu íþróttastarfi eða hreyfingu ≥6 klst á viku.

> Drengir tóku frekar þátt í íþróttum og hreyfingu skv. spurningalista (a.m.k. 6 klst. á viku).

> Ekki var kynjamunur á hreyfingu á skóladögum (mælt með hröðunarmælum).

> Íslensk ungmenni fara seint að sofa (00:22) og sofa stutt (06:20 klst) að meðaltali.

> Að meðaltali var heildarsvefntími á virkum dögum 6.2 klst. og um helgar 7.3 klst.

> Aðeins 23% stúlkna og 20% stráka náðu viðmiðunarsvefni (8 klst.) á nóttu að meðaltali yfir vikuna.

> Jákvæð fylgni var milli breytileika á svefni og holdafars.

> Minni skjátími og meiri ákefð í hreyfingu sýna tengsl við betri andlega líðan.

> Þeir sem bæði segjast verja minni tíma við skjá og hreyfa sig meira koma best út í eigin mati á andlegri líðan.

> Meiri breytileiki sést á svefni þeirra nemenda sem greina frá meiri skjátíma og þeirra sem mælast með minni hreyfingu, sérstaklega meðal drengja.

Hreyfing og þrek

Helstu niðurstöður mælinga við 17 ára aldur sem framkvæmdar voru vorið 2017. Í þessu yfirliti er fyrst og fremst dregnar fram breytingar frá mælingu 2015.

> Hreyfing dróst saman um 13% milli áranna tveggja og þrek minnkaði um 2%.

> Hreyfing á virkum dögum dróst saman um 19% en engar breytingar urðu á hreyfingu um helgar.

Þátttaka í íþróttum og hreyfivirkni

> Þátttaka í íþróttum og/eða heilsurækt á eigin vegum dróst saman um 25% milli áranna tveggja.

> Um helmingur 17 ára ungmenna segjast stunda íþróttir eða hreyfa sig reglulega.

Svefnvenjur

> Svefnlengd unglinga styttist að meðaltali um 24 mín á nóttu milli 15 og 17 ára.

> Á skóladögum fóru unglingarnir seinna að sofa 17 ára miðað við 15 ára en ekki var marktækur munur á því hvenær unglingarnir fóru á fætur.

> Á tveimur árum jókst breytileikinn enn frekar í svefni unglinganna.

> Meiri breytileiki var á svefni þeirra nemenda sem greina frá meiri skjátíma og þeirra sem mælast með minni hreyfingu, sérstaklega meðal drengja.

Holdarfar

> Bæði kyn eru að þyngjast á milli áranna.

> Strákar voru með lægri fituprósentu en stelpur en ekki var marktækur munur á líkamsmassastuðlinum (BMI).

Val á framhaldsskóla

> Nemendur í fjölbrautakerfi sváfu lengur á skóladögum en nemendur í bekkjakerfi.

> Nemendur í bekkjarkerfi fóru á fætur fyrr en nemendur í fjölbrautarkerfi.

> Engin tengsl voru á milli vali á framhaldsskóla og breytingar á hreyfingu.