Háskóli Íslands

Árgangur 1999

Undanfarin ár hafa verið framkvæmdar rannsóknir við Háskóla Íslands á heilsufari, hreyfingu, og líkamlegu atgervi barna og unglinga í tengslum við lífsstílssjúkdóma. Ein stærsta rannsóknin af þeim toga var framkvæmd á árunum 2006 til 2008 og bar heitið Lífsstíll 7 og 9 ára íslenskra barna – íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka áhrif íhlutunaraðgerðar sem tók mið af breyttu mataræði og aukinni hreyfingu á holdarfar, hreyfingu, mataræði og lífsstíllsþætti. Þátttakendur í rannsókninni voru allir nemendur fæddir 1999 í sex skólum í Reykjavík.

 

Lífsstíll 7-9 ára barna

Í rannsókninni Lífsstíll 7 og 9 ára íslenskra barna, íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu var mjög góð þátttaka og niðurstöður þess verkefnis hafa leitt til umtalsverðrar þekkingarsköpunar á sviði forvarna sem hafa verið nýttar af m.a. skólayfirvöldum á Íslandi. Því er mjög mikilvægt að halda áfram að efla þekkingu á þessu sviði og til þess er æskilegt að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í framhaldsrannsókninni Heilsuhegðun ungra Íslendinga. Read more about Lífsstíll 7-9 ára barna

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is