Fyrsti þáttur
Hvenær verður skjánotkun að skjáfíkn?
Hver eru einkenni og afleiðingar ofnotkunar?
Er kynjamunur á skjánotkun ungmenna?
Viðmælendur: Óttar Birgisson doktorsnemi og Bertrand Lauth læknir.
Annar þáttur
Hvernig stuðlum við að heilbrigðri skjánotkun barna okkar? Hvernig setjum við mörk? Eru foreldrar alltaf bestu fyrirmyndirnar?
Viðmælendur: Hildur Inga Magnadóttir, foreldra- og uppeldisráðgjafi og doktorsnemi í heilbrigðisvísindum, og Eyrún Eggertsdóttir, sem lokið hefur grunnnámi í sálfræði og er 3ja barna móðir.
Þriðji þáttur
Tómstundir, hreyfing og mataræði ungs fólks Hver eru áhrif skjánotkunar á hreyfingu og matarvenjur? Hvernig getur skjánotkun verið mikilvægur hluti af tómstundum? Er hægt að nýta smáforrit sem hvatningu?
Viðmælendur: Þuríður Ingvarsdóttir doktorsnemi og Gréta Jakobsdóttir lektor.
Fjórði þáttur
Hvernig getur skólinn komið til móts við nýjan veruleika barna? Hvaða nemendahópar blómstra í þessu nýja umhverfi? Nýstárlegar aðferðir við kennslu. Erum við í stakk búin að undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar? Framtíð skólastarfs í stafrænum heimi.
Viðmælendur: Gísli Rúnar Guðmundsson menntastjóri NÚ og Hallbera Gunnarsdóttir kennari við Bláskógaskóla á Laugarvatni.
Fimmti þáttur
Í þessum þætti ræða þau Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, og Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum um nýjar leiðir við menntun nemenda á framhaldsskólastiginu. Þau tala meðal margs annars um hvernig framhaldsskólinn hefur breyst með tilkomu snjallvæðingarinnar, hvað skólinn geti gert til að auka námsáhuga í gegnum tæknina og hvernig skólaumhverfið geti haft áhrif á skjánotkun. Þau ræða það hugtak sérstaklega og ekki síst hversu flott kynslóð er að vaxa upp á Íslandi nútímans.